Ó, jólatré

Ó, jólatré
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Viðlag
Ó, jólatré, ó, jólatré
með iðagrænar greinar.
Ó, jólatré, ó, jólatré
með fagurgrænar greinar.
Það færir okkur sumarilm
er úti geysar veturinn.
Ó, jólatré, ó, jólatré
með jólailminn eina.

Jólin eru okkar árstíð
alveg sérstök gleðihátíð,
við dönsum kringum jólatréð
allir strumpar syngja með.
Svo er dansað vel
og lengi kringum jólatré.

Viðlag

Þegar brennur ljósið bjarta
birtist von í strumpahjarta
um fögur jól og alheimsfrið
sem gleðja myndi mannfólkið
betri tíð og blóm í haga
alla vora tíð.

Viðlag

[á plötunni Strumparnir bjóða gleðileg jól]