Klukkurnar klingja

Klukkurnar klingja
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Klukkurnar kyrrðina rjúfa
klingja þær hátíðarbrag,
hástemmdar hringja inn jólin,
hljómar nú fagnaðarlag.

Í heiminn er fæddur frelsari vor
fögnuður ríkir hjá mönnum á jörð,
englaher sálmana syngur
og stendur um frelsarans vörð.

Blikandi skín jólabjallan,
ber með sér heilagan blæ,
ómurinn berst út um heiminn
um lendur og marbláan sæ.

Allt er svo kyrrlátt og friðsælt í kvöld
kærleikur ríkir um gervalla jörð.
Strumparnir sálmana syngja
og standa um mannfólkið vörð.

Klukkurnar kyrrðina rjúfa
klingja þær hátíðarbrag,
hástemmdar hringja inn jólin,
hljómar nú fagnaðarlag.

Í heiminn er fæddur frelsari vor
fögnuður ríkir hjá mönnum á jörð,
englaher sálmana syngur
og stendur um frelsarann vörð.

[á plötunni Strumparnir bjóða gleðileg jól]