Kveikjum friðarljós
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)
Tökum höndum saman
tengjum löndin saman,
látum kertaljós lifa‘ í nótt.
Friðarljósin björtu
hræra strumpahjörtu,
jólastjarnan skæra er vort leiðarljós.
Höldum hátíð saman,
treystum trúna saman,
höldum gleðileg jól í dag.
Hreinsum okkar huga,
oss fær ekkert bugað,
jólabarnið kæra er vort leiðarljós.
[á plötunni Strumparnir bjóða gleðileg jól]