Jólasveinar birtast senn

Jólasveinar birtast senn
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Jólasveinar birtast senn
sækja þeir til byggða enn,
þessir karlar, einn og tveir
kátir sveinar eru þeir.

Renna sér á skíðunum
í svigi niður úr fjöllunum,
jólasveinar, tveir og þrír,
upp í fjöllum Grýla býr
gömul er og orðin rýr.

Börnin heima á bæjunum
bíða eftir gjöfunum,
setja skó í gluggann sinn.
Er svífur draumaheimurinn
gægist jólasveinki inn.

Úr fullum poka dregur fljótt
fagran grip og hverfur skjótt,
út í myrkrið jólasveinn.
Milli húsa ferðast einn
þessi góði Strumpasveinn.

Að morgni fara börn á ról,
klifra upp á næsta stól
líta þau í skóinn sinn,
er jólasveinninn heldur inn
í gamla góða hellinn sinnn.

[á plötunni Strumparnir bjóða gleðileg jól]