Strumpahljóm

Strumpahljóm
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Viðlag
Strumpahljóm, strumpahljóm,
sofa mannabörn,
strumpasleðinn rennur glatt
yfir ísilagða tjörn.
Strumpahljóm, strumpahljóm,
hljóma hlátrasköll,
hvítur snjórinn breiðist hratt
yfir láglendi og fjöll.

Strumpar fara‘ á kreik,
af gleði dansa dátt,
þeir láta jólaleik
standa fram á nátt.
Stjörnubjarta nótt
ljóma slær á svörð
glitra ljósin ótt og títt,
kristallar á jörð.

Viðlag

Kringum jólagrein
hópast strumpaher,
allir strumpar fá
jóla-strumpaber.
Rjúpa birtist þar
sem strumpar leika sér,
snjótittlingar hópast að
og syngja lítið stef.

Viðlag
Strumpahljóm, strumpahljóm,
glitrar stjörnufans
á himni leika norðurljós
sinn leifturhraða dans.
Strumpahljóm, strumpahljóm,
hljóma gleðiköll,
strumpasleðinn rennur hratt
yfir snæviþakinn völl.

[á plötunni Strumparnir bjóða gleðileg jól]