Þrír litlir hermenn

Þrír litlir hermenn
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Egill Bjarnason)

Þrír litlir hermenn
heim úr stríði komu,
þrír litlir hermenn
heim úr stríði komu
ta ta ramm ta ta ta tamm
þeir heim úr stríði komu.

Einn þeirra þriggja
hélt á rós í hendi,
einn þeirra þriggja
hélt á rós í hendi
ta ta ramm ta ta ta tamm
hann hélt á rós í hendi.

Prinsessan út um
hallargluggann horfði,
prinsessan út um
hallargluggann horfði
ta ta ramm ta ta ta tamm
um hallargluggann horfði.

Hermaður litli
góði rós mér gefðu,
hermaður litli
góði rós mér gefðu
ta ta ramm ta ta ta tamm
góði rós mér gefðu.

Prinsessa litla,
gef mér glöð þitt hjarta,
prinsessa litla,
gef mér glöð þitt hjarta,
ta ta ramm ta ta ta tamm
gef mér glöð þitt hjarta.

Hermaður litli,
heyr míns föður vilja,
hermaður litli,
heyr míns föður vilja
ta ta ramm ta ta ta tamm
heyr míns föður vilja.

Góðan dag kóngur,
gef mér dóttur þína,
góðan dag kóngur,
gef mér dóttur þína
ta ta ramm ta ta ta tamm
gef mér dóttur þína.

Þrjú skip á dag,
sem sigla glæst um sæinn,
þrjú skip á dag,
sem sigla glæst um sæinn
ta ta ramm ta ta ta tamm
sem sigla glæst um sæinn.

Eitt fullt af gulli,
annað silfri hlaðið,
eitt fullt af gulli,
annað silfri hlaðið
ta ta ramm ta ta ta tamm
annað silfri hlaðið.

Og á því þriðja
heim með brúði held ég
og á því þriðja
heim með brúði held ég
ta ta ramm ta ta ta tamm
heim með brúði held ég.

Hermaður litli,
þú skalt hljóta dóttur mína,
hermaður litli,
þú skalt hljóta dóttur mína
ta ta ramm ta ta ta tamm
skalt hljóta dóttur mína.

[af plötunni Leikskólalögin – ýmsir]