Kisa mín
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)
Kisa mín, kisa mín,
kisa litla grætur.
Veistu um, veistu um
vetrar myrku nætur?
Litli grís, litli grís,
leggstu hér á feldinn.
Sé þér kalt, sé þér kalt,
settu sprek á eldinn.
Góða kýr, góða kýr,
gáfuleg í auga.
Bítur gras, bítur gras,
býr til skrítna hauga.
Kisa mín, kisa mín
kúrir sig og malar.
Músasteik, músasteik,
malar um og hjalar.
[m.a. á plötunni Leikskólalögin – ýmsir]