Við ána [2]
(Lag / texti: erlent lag / Friðjón Þórðarson)
Blágresið angar við bjarkanna rót
blikandi kvöldstjörnu horfir mót
árniður blandast bylgjunnar söng
líða brosfögur vorkvöldin löng.
Lyfta sér vonir frá vegfarans önd
Vængjaðar svífa um draumalönd
ljúf verður hvíldin því kvöldroða skin
flytur kveðju frá lang þráðum vin.
[af plötunni Bjarni Lárentínusson, Njáll Þorgeirsson – Söngdúettar]