Vikivaki

Vikivaki
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Jóhannes úr Kötlum)

Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
draumalandsins himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt.

Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin,
mundu’ að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndið þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt.

[m.a. á plötunni Valgeir Guðjónsson – Spilaðu lag fyrir mig]