Við ána [1]

Við ána [1]
(Lag og texti: Ólafur Þórarinsson)

Við ána hef ég löngum leikið hverja stund,
oft lágu þangað sporin forðum daga.
Einhver undraseiður þar létti mína lund
svo ljúf í huga er mér hennar saga.

Þegar lífsins sorgir særðu hjarta mitt
sefað gat hún harm í brjósti mínu.
Í ótal ævintýrum mér stundir hefur stytt
og stigið dans með töfralagi sínu.

Því er það sem við ána við ána
sem ástina ég finn.
Mér líður best við ána
sem er besti vinur minn.

Við ána nú mig langar að leika mér á ný
og líta tímans endalausa flæði.
Þar sem æsku sporin spegilmyndum í
spinna vef úr minninganna þræði.

Því er það svo við ána við ána
sem ástina ég finn.
Mér líður best við ána
sem er besti vinur minn.

[af plötunni Ólafur Þórarinsson – Tímans tönn]