Stúlkan mín [2]

Stúlkan mín [2]
(Lag / text: Björgvin Þ. Valdimarsson / Jón frá Ljárskógum)

Nú ljómar vorsins ljós
um loftin heið og blá
og allt er þrungið ilm
og ævintýraþrá.
Nú göngum við til skógar
hin græna mjúka veg,
við stefnum út í ævintýrið
stúlkan mín og ég.

Og gullið sólskin hlær
um hvolfin víð og blá.
Í augum okkar skín
hin eina og sama þrá
og lífið er svo fagurt
og ljómi þess er svo skær
og hönd þín er svo heit
og hlátur þinn svo tær.

Svo dönsum við og syngjum
og teygum vorsins vín
og kannski stel ég kossi frá þér,
litla ljúfan mín.
Því full af sól og söng
er sál mín ung og heit
og stúlkan mín er indælust
af öllu sem ég veit.

[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]