Heyr mitt ljúfasta lag [2]

Heyr mitt ljúfasta lag [2]
(Lag / texti: erlent lag / Skafti Sigþórsson)

Heyr mitt ljúfasta lag
er ég lék forðum daga
fyrir ljóshærða stúlku sem heillaði mig
þegar ungur ég var.

Það var sumar og sól
og við sátum í lundi,
ég var saklaus sem barn, en hún hló að mér samt
þegar hjarta mitt stundi.

Og þegar strengirnir túlka mitt litla ljóð,
þá leitar hugur minn ætíð á forna slóð,
þá var sumar og sól
og við sátum í lundi,
ég var saklaus sem barn, en hún hló að mér samt
þegar hjarta mitt stundi.

[m.a. á plötunni Ragnar Bjarnason – Heyr mitt ljúfasta lag]