Vísur um Hérastubb bakara

Vísur um Hérastubb bakara
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Hinum fræga Hérastubb
helgast þessar stökur.
Hann á brauða-bakarí,
bakar hverja stund í því
kostagóðar kökur.

Ótal kökur eru til
í því nægtarbúri.
Ein er stór og önnur smá,
allar skreyttar til að sjá
rjóma og rósaflúri.

Vínarbrauðin volg þar fást,
vöfflur, hringir, snúðar,
hveitibrauð og hagldabrauð,
hverabrauðin seydd og rauð
og piparkökur prúðar.

Hérastubbur hefur og
hunangsbrauð með kremi.
Í bakaríi bakarans,
í brauðagerðarlistum hans
vildi ég vera nemi.

[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]