Vísur Skógarmúsa-ömmu

Vísur Skógarmúsa-ömmu
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Þegar litla músin úti er
alltaf verður hún að gá að sér.
Þarna margur þrællinn fer á kreik
sem þæði í kveldskattinn girnilega músasteik.
Kannski fær hann mig,
kannski fær hann þig,
kannski fær hann tra la lei.

Gömul ugla gáir niður úr tré
hvað gott í matinn þar að hafa sé.
Hana grunar gjarna hver það var,
sem gekk þar hjá og stóru regnhlífina bar.
Kannski sér hún mig,
kannski sér hún þig,
kannski sér hún tra la lei.

Tófugreni úti í skógi er,
engin mús þar framhjá vogar sér.
Máski liggur Mikki gægjum á
og mundi vilja éta‘ alla sem þar fara hjá.
Hann vill éta mig,
hann vill éta þig,
hann vill éta tra la lei.

[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]