Vögguvísa [8]
(Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson)
Dagurinn dvínar skjótt,
dúmjúk er niðdimm nótt
sem blítt á barnafjöld
breiðir sín rökkutjöld
– hvíslar svo sofðu rótt.
Mjúkur er koddinn þinn,
mjúklega þér á kinn
klappar hann pabbi þinn,
mamma svo blítt og hljótt
býður þér góða nótt.
Sofi í sælli ró,
sofi á landi og sjó
afkvæmi stór og smá
mömmu og pabba hjá
sofi í friði‘ og ró.
[af plötunni Vökuland: ævintýri fyrir börn – ýmsir]














































