Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju (1990-)

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju hefur starfað líklega frá haustinu 1990, fyrst undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur (1990-95) en síðan undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og Helgu Loftsdóttur. Linda Margrét Sigfúsdóttir tók tímabundið við kórstjórninni fljótlega eftir aldamótin en Helga Loftsdóttir var aftur komin til sögunnar nokkru síðar

Kórinn sem skiptist í tvær aðskildar einingar (barna- og unglingakór) telur yfirleitt á bilinu fimmtíu til áttatíu meðlimi og hefur hann komið fram í ótal skipti innan kirkjustarfsins sem og utan þess.