Ef ég nenni

Ef ég nenni
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Gimsteina og perlur, gullsveig um enni
sendi ég henni ástinni minni.
Öll heimsins undur ef ég þá nenni,
færi ég henni, ástinni minni.

Lífsvatnið dýra úr lindinni góðu
færi ég henni ef ég nenni.
Hesturinn gullsól hóflega fetar
heimsenda‘ að rata ef ég nenni.

Ég veit ég átti hér óskasteina,
þá gef ég henni ef hún vill fá mig.
Ég gæti allan heiminn ástinni minni
óðara gefið ef hún vill sjá mig,

Kóngsríki öll ég kaupi í snatri,
koss fyrir lítið ef ég nenni.
Fegurstu rósir af runnum þess liðna
rétti ég henni ef ég nenni.

Aldrei framar neitt illt í heimi
óttast þarf engillinn minn því ég er hér og vaki.

sóló

Skínandi hallir úr skýjum mér svífa,
ekkert mig stöðvar ef hún vill mig.
Í dýrðlegri sælu dagarnir líða
umvafðir töfrum ef hún vill mig.

Einhverja gjöf ég öðlast um jólin,
ekki mjög dýra sendi ég henni.
Ef ekkert skárra ástand í vösum
á ég þá kort að senda henni.
Ef hún vill mig, ef hún vill mig.

Ef ég get slegið einhvern þá fær
ástin mín gjöf frá mér.

[m.a. á plötunni Jólagestir 3 – ýmsir]