Glódís hin góða (Santa Lucia)

Glódís hin góða (Santa Lucia)
(Lag / texti: erlent lag / Konráð Vilhjálmsson)

Brátt vefur biksvört nótt
byggð vora alla.
Hlý sól er horfin skjótt,
húmskuggar falla.

Leiftrar þá ljósafjöld,
lýsir hið dimma kvöld.
Glódís hin góða.
Glódís hin góða.

Nóttin er þung og þrá,
þraut vorum heimi.
Skjótt fyrir blíðum brá
blævængja sveimi.

Leiftrar þá ljósum krýnd,
línklædd og fagurbrýnd,
Glódís hin góða,
Glódís hin góða.

Böli skal bægt frá storð,
blik fer um dali.
Þannig sitt undraorð
er sem hún tali.

Leiftrar þá ljósum krýnd,
línklædd og fagurbrýnd,
Glódís hin góða,
Glódís hin góða.

[m.a. á plötunni Kirkjukór Siglufjarðar – Hátíðin bjarta]