Á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar starfaði dúett á Kirkjubæjarklaustri undir nafninu Greifarnir.
Meðlimir dúettsins voru þeir Kristján Björn Þórðarson og Hjörtur Freyr Vigfússon en þeir voru þá líklega á aldrinum tólf til fjórtán ára gamlir og munu hafa komið lítillega opinberlega fram, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan Greifanna.














































