Húrra nú ætti að vera ball

Húrra nú ætti að vera ball
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Jónsson)

Hjartað af ánægju hlær í mér,
hvenær sem vals þessi nefndur er,
hoppa ég bæði á hæl og tá
hringsóla reikandi til og frá.

Meðan ég enn er frár á fæti,
fer ég í dans, því ég elska rall
heila nótt ég hoppa’ af kæti
húrra, nú ætti að vera ball.
Dansa hann meyjar og dansa hann fljóð
dans’ann á jólunum börnin góð,
dansa hann kóngar og kotungar,
kaupmenn, sjómenn og borgarar.

Meðan ég enn er…

Bændur hann kyrja og barónar
í brúðkaupsveislum og alls staðar.
Hvar sem að glatt verður hóf um kvöld
hann verður gestur á næstu öld.

Meðan ég enn er …

[m.a. á plötunni Hljómsveitin Heldri menn – Boðið upp í dans]