Lukkuklukkur

Lukkuklukkur
(lag og texti: Gísli Þór Ólafsson)

Svo blindur að halda að ég væri heildsteypt manneskja
datt niðrúr nóttinni, oní læk

lék mér að því að blekkja sjálfan mig
fór of djúpt
fljótið var foss sem ég skelfdist

lukkuklukkur klingja
lukkuklukkur klingja
krukku mína fáðu
lukkuklukkur klingja
lukkuklukkur klingja
og bros þitt á kinn minni

og fætur þínir svömluðu
í mér

eflaust hef ég misst af vorinu
svo djúpt niðrí gjótunni
svo djúpt oní læk

lék mér að því að blekkja sjálfan mig
fór of djúpt
fljótið var foss sem skældi

lukkuklukkur klingja
lukkuklukkur klingja
krukku mína fáðu
lukkuklukkur klingja
lukkuklukkur klingja
og bros þitt á kinn minni

lukkuklukkur klingja
lukkuklukkur klingja
ekki binda mig með báðum
lukkuklukkur klingja
lukkuklukkur klingja
og varir þínar sem snertu mína kinn

og fætur þínir svömluðu
í mér

[Af plötunni Gillon – Bláturnablús]