Hljómsveitin Mánakvartettinn var starfrækt á Ísafirði á síðari hluta sjötta áratugs síðustu aldar, Karl Einarsson var hljómsveitarstjóri hennar og gekk sveitin einnig undir nafninu Hljómsveit Karls Einarssonar á einhverjum tímapunkti.
Sveitin starfaði á árunum 1956 til 1960 að minnsta kosti en síðast nefnda árið urðu breytingar á liðsskipan hennar og varð BG & Ingibjörg til upp úr þeim.
Auk Karls (sem lék á ýmis hljóðfæri) voru í hljómsveitinni Pétur Geir Helgason (faðir Rúnars Þórs Pétursson harmonikkuleikari, Guðni Ingibjartsson gítar- og banjóleikari, Þórður Pétursson harmonikkuleikari, Níels Guðnundsson trommuleikari og Alfreð Alfreðsson [?]. Þar sem um kvartett var að ræða er ljóst að ekki voru þeir allir í sveitinni á sama tíma.
Frekari upplýsingar um þessa sveit má gjarnan senda til Glatkistunnar.














































