Stingum af
(Lag og texti: Örn Elías Guðmundsson (Mugison))
Það er andvökubjart,
himinn – kvöldsólarskart,
finnum læk – litla laut,
tínum grös – sjóðum graut.
Finnum læk – litla laut,
tínum grös – sjóðum graut.
Finnum göldróttan hval
og fyndinn sel í smádal,
lækjarnið – lítinn foss,
skeinusár – mömmukoss.
Lækjarnið – lítinn foss,
skeinusár – mömmukoss.
Stingum af
í spegilsléttan fjörð,
stingum af,
smáfjölskylduhjörð.
Senn fjúka barnaár upp í loft – út á sjó,
verðmæt gleðitár,
elliró.
Elliró.
Hoppum út í bláinn,
kveðjum stress og skjáinn,
syngjum lag – spilum spil,
þá er gott að vera til.
Syngjum lag – spilum spil,
þá er gott að vera til.
Tínum skeljar – fjallagrös,
látum pabba blása úr nös,
við grjótarhól í feluleik,
á hleðslu – lambasteik.
Við grjótarhól í feluleik,
á hleðslu – lambasteik.
Stingum af
í spegilsléttan fjörð,
stingum af
smáfjölskylduhjörð,
senn fjúka barnaár upp í loft – út á sjó,
verðmæt gleðitár,
elliró.
Elliró.
[af plötunni Mugison – Stingum af]














































