Vísurnar um refinn

Vísurnar um refinn
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Ég raula raunakvæði
um ref einn sem hér býr.
Í græðgi vill hann gleypa
hin góðu skógardýr.
Já, þetta er sorgarsöngur víst
því sagan illa fer,
því hæ falleraa faddirulan ræ,
og verstur endir er.

Einn dag hann var á veiðum
hvar voru músahús,
þá rak hann gular glyrnur
í gráa litla mús.
Ég tek þig, sagði tæfan þá,
upp trjábol músin rann.
Hæ fallera faddirulan ræ,
hún fylgsni öruggt fann.

Þá varð hann súr á svipinn
og sagði: Fínt hjá þér,
en bíddu bara góða,
ég bíða skal þín hér.
Svo tautar hann við sjálfan sig:
Þú síðasta leikinn átt.
Hæ fallera faddirulan ræ,
hún bröltir niður brátt.

En Mikki mátti bíða
og músin engu kveið.
Þá heyra skalt hvað skeði
hjá skrögg er vikan liða:
Þá hungrið alveg ærði‘ hann
og enga veitti ró.
Hæ fallera faddirulan ræ,
hann datt um koll og dó.

[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]