
Kristinn Hallsson
Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru tveir en þeir eru bæði látnir:
Kristinn Hallsson bassabaritónsöngvari (1926-2007) átti afmæli á þessum degi en hann var einn ástsælasti óperu- og einsöngvari þjóðarinnar um árabil. Kristinn var músíkalskur og lærði á selló og píanó áður en hann hóf söng að einhverju marki. Hann þótti efnilegur sellóleikari en varð að hætta sellóleik samkvæmt læknisráði og sneri sér þá alveg að söngnum. Hann nam söng hér heima og í London og bauðst starf við Sadler‘s Wells óperuna í London en fékk ekki atvinnuleyfi, hann kom því heim og starfaði hér heima æ síðan. Hann söng í fjölmörgum þekktum óperuuppfærslum hér heima auk annarra söngstarfa.
Úlrik Ólason (fæddur 1952) hefði einnig átt afmæli á þessum degi en hann var fjölhæfur í tónlistinni og kom víða við í henni. Hann stjórnaði fjölmörgum kórum og starfaði sem organisti og undirleikari víða um land, kenndi tónlist og var reyndar m.a. um tíma skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavík. Einnig lék hann sem undirleikari á nokkrum plötur sem höfðu að geyma kóratónlist, auk þess að semja tónlist sjálfur. Úlrik lést árið 2008.














































