
Rímtríóið
Rímtríóið var þjóðlagatríó starfandi 1966-68 í Reykjavík og var skipað þeim Friðrik Guðna Þórleifssyni, Arnmundi Bachman og Erni Gústafssyni. Einar bróðir Arnar ku hafa verið í tríóinu upphaflega en Örn síðan tekið við af honum.
Tríóið skemmti oft á samkomum vinstri sinnaðra og tók þá baráttuslagara við hæfi en allir sungu þeir félagarnir auk þess að leika á gítara.
Þegar Pálmi Stefánsson í Tónaútgáfunni bauð þeim þremenningum að taka upp og gefa út plötu í ársbyrjun 1968 breyttu þeir um nafn og kölluðust eftir það Þrír háir tónar.














































