Afmælisbörn 22. október 2015

Bergþór Pálsson

Bergþór Pálsson

Tveir tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag:

Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sextíu og eins árs á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi við Schola Cantorum.

Bergþór Pálsson söngvari og leikari er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Bergþór nam hér heima og í Englandi og Bandaríkjunum, hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk auk annarra verkefna á sviði auk þess að syngja á plötum fjölmarga tónlistarmanna og kóra, ýmist sem einsöngvari eða í dúett. Hann hefur gefið út dúettaplötur með Eyjólfi Kristjánssyni, Helga Björnssyni, Signýju Sæmundsdóttur, Sólrúnu Bragadóttur og Ólafi Kjartani Sigurðssyni og hefur undanfarið sungið með Sætabrauðsdrengjunum.