Afmælisbörn 28. október 2015

Egill Eðvarðsson1

Egill Eðvarðsson

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni:

Egill Eðvarðsson er sextíu og átta ára gamall. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem hann hefur starfað með eru t.d. Busabandið, Lubbar og Engir. Egill er faðir Egilssona í Steed Lord.

Snorri Guðmundsson tónlistarmaður er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Snorri er kannski ekki allra þekktasti tónlistarmaður Íslands en hann hefur þó sent frá sér nokkrar plötur með tónlist sem myndi flokkast undir nýaldartónlist, sú fyrsta kom út 1999.

Að síðustu skal hér nefna Vilhelm Þór Harðarson söngvara hljómsveitarinnar Out loud frá Neskaupstað en hann er þrjátíu og tveggja ára á þessum degi. Eftir því sem best verður vitað er Out loud enn starfandi.