Á fjórum fótum

Á fjórum fótum
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Stuðmenn)

Ég er á ágætu róli
síðan kærastan kvaddi í gær.
Nú er hún bjarnar í bóli,
ég segi; Henni var nær.

Hún kemur aftur til mín
á fjórum fótum,
kemur hún aftur til mín
þegar dagar á ný?
Við gerum ráð fyrir því.

Ég sit og horfi á boxið
með Geira frænda og Gunnari bol.
Við þjórum eflaust til morguns,
þeir hafa hrikalegt þol.

Við erum frelsinu fegnir, húrra… húrra… húrra!
Léttreyktir og rauðvínslegnir, húrra… húrra… húrra!

Senn fer sólin að skína
og kunningjarnir að hypja sig heim.
Og kominn tími á mína
að fara að hringja í Hreim.

[á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]