Ás í hverri ermi

Ás í hverri ermi
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Það er ás í hverri ermi,
alveg óteljandi spil.
Það er eyra inní veggnum,
einhver hulinn bak við þil.
Fyrir utan eru augu
sem að eygja þína sál.
Svo er maður uppá þaki
sem að tekur af þér mál.

Það er ormur inní epli,
þú mátt eiga von á því.
Svo er einhversstaðar pakki
sem að ekki neitt er í.
Það er ótal margt að varast,
já þú gætir fengið flís.
Þú ert viðbúinn því versta
því að voðinn hann er vís.

viðlag
Mér er sam´um stað og stund, fögur orð og fyrirheit.
Mér er sam´um stöðu stjarna, eða dularfulla drauma.
Ég vil lifa mínu lífi þó ég láti það í nótt.

Þegar dagurinn er dáinn
þá er drungi út um allt.
Og á einu augabragði
verður ótrúlega kalt.
Já þú gætir orðið úti,
eða endað ein(n) og sér
undir allrahanda fargi
yfirhöfuð hvar sem er.

viðlag

Það er allstaðar eitthvað
sem að úrskeiðis fer.
Samt er óþarfi að
ætl´að loka sig af.

[Á plötunni Sálin hans Jóns míns – Sálin hans Jóns míns]