Gamli Nói

Gamli Nói
(Lag / texti: Bellmann / Eiríkur Brynjólfsson)

Gamli Nói, Gamli Nói
guðhræddur og vís,
mikilsháttar maður,
mörgum velviljaður,
þótt hann drykki, þótt hann drykki
þá samt bar hann prís.

Aldrei drakk hann, aldrei drakk hann
of mikið í senn,
utan einu sinni,
á hann trú’ ég rynni.
Glappaskotin, glappaskotin
ganga svo til enn.

Íslendingar hafa tekið þetta lag Bellmanns og búið til ýmsa texta við það, en þekktastur þessa texta er sá fyrsti hér að neðan. Eflaust eru til miklu fleiri afbrigði af textanum en hér eru.

Gamli Nói, gamli Nói
keyrir kassabíl.
Hann kann ekki að stýra,
brýtur alla gíra.
Gamli Nói, Gamli Nói
keyrir kassabíl.

Gamla Nói, Gamli Nói
er að byggja hús.
Hann kann ekki að byggja,
lætur húsið liggja.
Gamli Nói, Gamli Nói
er að byggja hús.

Gamli Nói, Gamli Nói
er að poppa popp.
Hann kann ekki að poppa,
lætur poppið hoppa.
Gamli Nói, Gamli Nói
er að poppa popp.

[á ýmsum plötum]