Kom þú, vor Immanúel

Kom þú, vor Immanúel
(Lag / texti: erlendur sálmur / Sveinbjörn Egilsson)

Kom þú, kom þú vor Immanúel
og leys úr ánauð Ísrael,
lýðinn þinn, sem í útlegð er,
og hlekki ber unz sjálfan þig hann sér.
Ó, fagnið nú! – Immanúel
mun fæðast sínum Ísrael.

Kom þú með dag á dimma jörð,
þín væntir öll þín veika hjörð.
Lækna þrautir og þerra tár,
græð þú, Kristur, öll dauðans djúpu sár.
Ó, fagnið nú! – Immanúel,
mun fæðast sínum Ísrael.

Kom þú, kom, Davíðs arfi dýr,
því máttinn þinn allt myrkur flýr.
Lát þú opnast þíns himins hlið,
kom, Guðs sonur, með frelsi þitt og frið.
Ó, fagnið nú! – Immanúel
mun fæðast sínum Ísrael.

[m.a. á plötunni Samkór Selfoss – Frá ljósanna hásal]