Komdu í kvöld

Komdu í kvöld
(Lag / texti Jón Sigurðsson)

Komdu í kvöld út í kofann til mín
þegar sólin er sest og máninn skín.
Komdu hér ein því að kvöldið er hljótt
og blómin þau sofa sætt og rótt.

Við skulum vera hér heima
og vaka og dreyma,
vefur nóttin örmum hlíð og dal.

Komdu í kvöld út í kofann til mín
þegar sólin er sest og máninn skín.

[m.a. á plötunni Lummur – Lummur um land allt]