Lítil og saklaus

Lítil og saklaus
(Lag / texti: Hörður Torfason)

Lítil og saklaus, fimm ára gömul,
leikur sér ein í sandkassa.
Að baka kökur úr sandi og blómum
og dúkkuna sína að passa.

Hún brosir til ókunna mannsins
sem gefur sælgæti.
„Komdu með, ég á meira”,
segir hann titrandi.
“Komdu með, ég á meira”,
og hún eltir hann brosandi.

Alls staðar leitað, ekkert að finna.
Hvorki vitni’ eða spor.
Lítil og saklaus, fimm ára gömul,
hvarf hún einn dag um vor.

Mánuðum seinna, það haustar og blæs,
veiðimenn safnast í skógi.
Góðglaðir, hlæjandi, ráfandi um
og hnjóta um barnslík í laufi.

Lítil og saklaus fimm ára gömul,
hvarf hún einn dag um vor.
Morðingjans leitað, ekkert að finna.
Hvorki vitni eða spor.

[á plötunni Hörður Torfason – Tabú]