Minni kvenna

Minni kvenna
(Lag / texti: erlent lag / Matthías Jochumsson)

Fósturlandsins freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða,
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.

[m.a. á plötunni Pálmi Gunnarsson og Silfurkórinn – Á harða harða spretti]