Við viljum lifa

Við viljum lifa
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Pétursson)

Lalala…
Allmargir álit það hafa
að ástæðulaust sé vort líf,
lítt er hér gleðinnar gjafa
og gamanlaust heiminum í.
Einkennist öll þeirra ævi
af andlausu sprangi um það,
lífið er lítt við þess hæfi
sem lætur sér líka við það.

viðlag
Við viljum lifa,
við viljum lifa,
lifa á því sem að í lífi voru býr.
Við viljum lifa, lifa,
við viljum lifa, lifa,
lifa á því sem að í lífi voru býr.

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Best af öllu]