Þorláksmessukvöld
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)
Upplýst jólatré á torginu,
taumlaus umferð niðri‘ í bæ.
Milli búða fer vel dúðað fólk.
Skammdegið fær annarlegan blæ.
Þorláksmessukvöld
er hátíð útaf fyrir sig;
forleikur að jólunum.
Margir kaupa og hlaupa við fót
til þess að ná í fallegt dót.
Og út um allt er barnamergð
því jólasveinninn er víst enn á ferð.
En hvað hann kemur með – það veit ei neinn
Nema bara gamall jólasveinn.
Litlu fólki gengur illa‘ að sofna´í kvöld.
Það vill helst ei fara‘ í ból
og þau þrá morgundaginn, því þá
koma gleðileg jól.
[m.a. á plötunni Brunaliðið – Með eld í hjarta]














































