Þrettándasöngur
(Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs)
Álfabrennum að
allir þyrpast enn.
Kveðja kát þar jólin
kynleg tröll og menn.
viðlag
Dunar álfadans
dátt við söng og spil.
Gaman, gaman er
og gott að vera til.
Á þrettándanum burt
þjóta dýrðleg jól.
Sumardraumar vakna
um sælutíð og sól.
viðlag
Jólasveinar nú
jaga á fjöllin heim.
Með skjóður sínar skunda
und stirndum himingeim.
viðlag
Áfram tifar ótt
ár í tímans önn.
Nálgast næsti dans
í nýrri jólafönn.
viðlag
[af plötunni Hvít er borg og bær – ýmsir]














































