Afmælisbörn 8. desember 2017

Rafn Jónsson

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö:

Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fjörutíu og sjö ára í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið sem einn af fulltrúum Íslands í Eurovision keppnina þegar hann var í Pollapönks-liðinu.

Rafn Jónsson (Rabbi) hefði líka átt afmæli þennan dag en hann lést 2004 úr MND sjúkdómnum. Rabbi (fæddur 1954) hefði í dag átt sextíu og eins árs afmæli en þekktustu sveitir sem hann lék með voru Sálin hans Jóns míns, Bítlavinafélagið, Grafík, Ýr og Haukar. Rabbi gaf einnig út nokkrar sólóplötur og plötur í félagi við aðra, þar sem fjölmörg lög hans nutu vinsælda.