Timburmenn [1] (1991)

Unglingahljómsveitin Timburmenn úr Kópavoginum starfaði árið 1991 en hún var stofnuð upp úr rústum hljómsveitarinnar Tóbíasar. Meðlimir Timburmanna voru Haraldur V. Sveinbjörnsson söngvari og hljómborðsleikari, Hannes Friðbjarnarson trommuleikari, Finnur Beck bassaleikari, Bergþór Smári gítarleikari og Hallur Egilsson gítarleikari.

Timburmenn störfuðu ekki lengi, náðu að leika á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1991 en lögðu svo upp laupana skömmu síðar.

Þeir félagar áttu flestir eftir að vera viðloðandi tónlist í kjölfarið, Haraldur og Hannes áttu t.a.m. eftir að starfa með hljómsveitinni Bar 8 (síðar Dead sea apple) og fleiri sveitum, og Bergþór Smári átti síðar eftir að vera áberandi í blússenunni auk annarra verkefna.