Á árunum 1981 og 82 (að minnsta kosti) starfaði unglingahljómsveit undir nafninu Titanic í Vestmannaeyjum, hún var nokkuð öflug í spilamennskunni í eyjunni og þar lék á fjölmörgum böllum.
Meðlimir sveitarinnar voru Grímur Þór Gíslason trommuleikari (síðar þekktur sem Grímur kokkur), Óðinn Hilmisson bassaleikari, Guðjón Ólafsson gítarleikari, Helga Björk Óskarsdóttir söngkona, Arnar Jónsson gítarleikari og Þráinn Óskarsson gítarleikari.
Eiður Arnarsson bassaleikari (Stjórnin, Todmobile o.fl.) tók við af Óðni haustið 1981 og á einhverjum tímapunkti var Jóhannes Ágúst Stefánsson (Gústi) hljómborðsleikari og söngvari í sveitinni, fleiri gætu jafnframt hafa komið við sögu hennar.














































