Trípólí (1985)

Árið 1985 starfaði hljómsveit í Vestmannaeyjum í nokkra mánuði undir nafninu Trípólí.

Þessi sveit lék einkum í gömlu Höllinni og Hallarlundi í Eyjum og var skipuð þeim Einari Þráinssyni gítarleikara, Eðvald Eyjólfssyni trommuleikara, Ragnari Hólm Gíslasyni söngvara og Rúnari Inga Guðjónssyni bassaleikara.