Mistök [2] (1976-77)

Mistök

Hljómsveit að nafni Mistök starfaði veturinn 1976-77 í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og mun hafa verið eins konar skólahljómsveit þar.

Meðlimir Mistaka voru þeir Guðjón Ingi Sigurðsson gítarleikari, Hjalti Garðarsson bassaleikari, Viðar Kristinsson gítarleikari, Hilmar Þór Sigurðsson trommuleikari og Óðinn Einisson söngvari, sá síðast taldi starfaði með sveitinni fyrstu mánuðina en hætti síðan.

Mistök lék á skólaböllum á Núpi og svo á almennum dansleikjum á Vestfjörðum s.s. á Þingeyri en einnig á Flateyri og Bíldudal. Á Bíldudal spilaði sveitin þegar það hafði verið landlega þar í marga daga vegna veðurs og úr varð mikið ball, mannskapurinn var svo fluttur með varðskipi aftur í Dýrafjörðinn morguninn eftir.