
Gott í skóinn
Jólalagadúettinn Gott í skóinn starfaði á aðventunni 1991 á Akureyri og skemmti með söng og hljóðfæraleik á veitingastaðnum Uppanum.
Það voru bræðurnir Sigfús hljómborðsleikari og Ingjaldur gítarleikari Arnþórssynir sem skipuðu dúettinn en þeir sungu jafnframt báðir.














































