Draumveruleikinn

Draumveruleikinn
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Finnst þér ekki oft eins og þú sért
að missa af einhverju sem þú mátt ekki missa af?
Annars hrynur veröldin,
bara þín,
bara þín,
bara þín.

Að vera fastur inní
sjálfum sér, aleinn.

Vera bestur og vita allt betur en hinn,
gefa ekkert af sér og þykjast geta þetta allt einn.

Er þetta ekki það sem við myndum kalla draumveruleika?
Var heimurinn skapaður eingöngu
fyrir þig?
Bara þig?
Bara þig?

Að vera fastur inní
sjálfum sér, aleinn.

Vera frekur og taka allt sem þú nærð í,
hugsa ekki um aðra og fullnægja bara sjálfum sér.

Er þetta ekki það sem við myndum kalla draumveruleika?
Var heimurinn eingöngu skapaður
fyrir þig?
Bara þig?
Bara þig aleinan?
Ert þú Guð?

Finnst þér ekki oft eins og þú sért
að missa af einhverju sem þú mátt ekki missa af?
Annars hrynur veröldin,
bara þín.
Bara þín,
bara þín.

[af plötunni Ég – Lúxus upplifun]