Karlar, konur, börn og gæludýr

Karlar, konur, börn og gæludýr
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Karlar, konur, börn og gæludýr
þurfa öryggi, kærleika og frið.

Það vilja allir eiga góða fjölskyldu að.

Karlar, konur, börn og gæludýr
vilja hlýju, ást og umhyggju.

Það þurfa allir að eiga góða fjölskyldu að.

Eyða tíma saman, gera eitthvað gott,
viðhalda hamingju og sýna þakklæti
því þetta er gjöf,
mömmur og pabbar
hætta aldrei að elska
litlu kraftaverkin sín.

Það vilja allir eiga góða fjölskyldu að.

[af plötunni Ég – Lúxus upplifun]