Fljúgðu

Fljúgðu
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla og Egill Ólafsson)

Veistu gæskur að ekki‘ er allt sem sýnist,
hvað er bak við ystu sjónarrönd.
Færðu þig í fjaðraham,
ský og vindar flytja þig langt
yfir ónumin lönd.

Gull á glóir og laufin anda´ í blænum,
hvítir mávar fljúga fram um stafn.
Ingólfur og Helgi Pjeturs
námu nema fullþroskuð ber,
og landanna safn.

Fljúgðu, fljúgðu, fljúgðu hærra,
fljúgðu, fljúgðu, fljúgðu langt,
hærra, hærra, hærra, hærra,
fljúgðu, fljúgðu fljúgðu langt.

Sóló

Einn á háum tindi – fólkið krýpur,
hver er þessi kónn sem enginn sér?
Jesús kristur, Grettir sterki,
Múhameð er það kannski‘ allt
sjónhverfing ein?

[m.a á plötunni Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi]