Framtíðin

Framtíðin
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Ég les oft stjörnuspá
og verð mjög undrandi á
hvernig úr rætist.

Hvort kom á undan
eggið eða hænan?

Er framtíðin fyrirfram ákveðin?

Sköpum við okkar eigin framtíð?
Eða erum við forrituð?

Ég spái í bolla
og velt því fyrir mér
hvað sé til í því.

Hvort kom á undan
api eða maður?

Er framtíðin fyrirfram ákveðin?

Sköpum við okkar eigin framtíð?
Eða erum við forrituð?

Sköpum við okkar eigin framtíð?
Eða erum við forrituð?

[óútgefið]