Guð gaf

Guð gaf
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir)

Hún var sátt.
Hún hafði átt,
hafði heimili og starf.
Hafði allt sem að þarf,
jafnvel meira en það.
Samt var eitthvað að.

Svo hún spann,
sína dagdrauma spann
og í draumunum fann
það sem þráði hún mest.
Þá leið henni best.

Hún var fræg – hún var dáð,
gædd hæfileikum af náð
og hún var fögur og rík,
hafði allan þann munað.
Allan þann unað – allt.

En hún þráði það sem að,
enginn gat gefið, enginn í
nema í hjarta sínu.
Gleðinni pakkarðu ekki inn eins og skrauti,
gefur svo næsta manni,
óskar honum gæfu og gengis.
Sama lögmál gildir líka um ást.
Þess vegna hún löngum dvaldist
draumarokkinn við og spann sér draum.

Það var hljótt.
Það var nótt
þegar hjartað hennar sprakk,
sig á snældunni stakk.
Hún og draumur gengu í eina sæng.
Þau urðu eitt.
Þau urðu eitt.

[af plötunni Todmobile – Spillt]