Kaupiði plötu ársins

Kaupiði plötu ársins
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmýsson og Örn Eldjárn Kristjánsson / Róbert Örn Hjálmýsson)

Skemmtileg lög,
hljómsveitin Ég
er með plötu ársins,
2000 kall
út í næstu búð.
Skemmtileg lög og Plata ársins.

Kaupiði plötu ársins
með hljómsveitinni Ég.
Þið verðið ekki fyrir
vonbrigðum
Ó nei!

Kaupiði Plötu ársins
með hljómsveitinni Ég.
Hún fæst í flestum búðum
og stórmörkuðum
(Samskeytinn-inn Records)
Ó já!

Tuttugu lög,
hljómsveitin Ég
var með plötu ársins
2002
(þetta er hljómsveitin Ég
2005)
og svo tveimur árum seinna,
hljómsveitin Ég
gerði plötu ársins.

Kaupiði Skemmtileg lög
með hljómsveitinni Ég.
Þið verðið ekki fyrir
vonbrigðum
(Íslenskar járnbrautir)
Ó nei !

Kaupiði plötu ársins
með hljómsveitinni Ég.
Hún fæst í flestum búðum
og stórmörkuðum
Ó já.

[af plötunni Ég – Lúxus upplifun]